Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 15:26:39 (4692)

2002-02-14 15:26:39# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[15:26]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hlýt að biðjast afsökunar á því að hafa ekki vakið athygli á því áður að ekki er hægt að skilja ummæli hv. þm. Svanfríðar Jónasdóttur öðruvísi en svo, með skírskotun til þess sem þingmaðurinn sagði um auðlindapólitík, en að hún vilji með einhverjum hætti leggja auðlindaskatt á virkjun Kárahnjúka. Ég að biðjast afsökunar á að hafa ekki vikið að því fyrr. En e.t.v. tekur hv. þm. aftur til máls og getur þá skýrt hvað fyrir henni vakir í þeim efnum. Slíkur auðlindaskattur á virkjunina getur auðvitað valdið því að hún verði ekki lengur arðbær en það fer auðvitað eftir því hvernig hv. þm. hugsar sér auðlindaskattinn.