Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 14. febrúar 2002, kl. 15:31:24 (4698)

2002-02-14 15:31:24# 127. lþ. 78.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 127. lþ.

[15:31]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki hvort ég eigi að láta í ljós undrun yfir því að Vinstri grænir skuli vera á móti þessu máli. Ég held að það liggi alveg fyrir og er öllum þingmönnum kunnugt að unnið hefur verið að arðsemisútreikningum svo árum skiptir, ekki aðeins við Kárahnjúkavirkjun, heldur ýmsa aðra virkjunarkosti. Sumir hafa gagnrýnt að of mikið fé hafi farið í þá hluti og sagt að Orkustofnun og Landsvirkjun hafi farið offari í rannsóknum sínum á hagkvæmum virkjunarkostum. Ég man eftir því að Lúðvík Jósepsson hafði einu sinni orð á því við mig að nú væri svo komið að einungis turn kirkjunnar á Möðrudal á Fjöllum stæði upp úr virkjunarlóninu eins og nýjustu tillögur og athuganir Orkustofnunar voru á þeim tíma.