Verðmyndun á matvörumarkaði

Mánudaginn 25. febrúar 2002, kl. 15:30:42 (4986)

2002-02-25 15:30:42# 127. lþ. 81.1 fundur 355#B verðmyndun á matvörumarkaði# (óundirbúin fsp.), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 127. lþ.

[15:30]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðn.- og viðskrh. fyrir þetta svar. Mér finnst það mun einfaldari leið en að splitta upp stórum fyrirtækjum eins og Baugi, t.d. að verðmerkingar verði sýnilegar. Þannig væri sýnilegt hvernig verðmyndun á sér stað. Eins og fram kemur í frammíkalli hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni kæmi fram á hvaða ríkisstjórnarborði þetta er, hjá hvaða ráðherra.

Ég vil gjarnan sjá í verðmerkingum hverjir eru vinir neytenda. Við sjáum það í verðmerkingunni. Tölvutæknin er með þeim hætti, eins og komið hefur fram, að það er mjög létt að gera þetta. Við eigum framsækin verslunarfyrirtæki, ég geri ekki lítið úr því. Fyrirtæki eins og Bónus býður líklega eitt lægsta verð sem hægt er að hugsa sér en þeir eiga líka að sýna fram á hvernig þetta verð verður til og það verður best gert með verðmerkingum sem þessum.