Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 17:28:33 (5142)

2002-02-26 17:28:33# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[17:28]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vitnaði til ummæla hv. þm. Árna Steinars sem sagði, að þá er því máli talað á fjárlögum ... (Forseti hringir.)

(Forseti (ÍGP): Ég vil minna hv. þm. á að við nefnum þingmenn fullu nafni hér í þingsölum.)

Árni Steinar Jóhannsson. Ég biðst afsökunar á þessu. Ég skal reyna að gera þetta ekki aftur, herra forseti.

Ég á bara við reynslu mína úr vinnunni í fjárlögum. Við höfum náð fram ýmsum þáttum þar og við 2. umr. fjárlaga, eins og t.d. jöfnun raforkukostnaðar, jöfnun á námskostnaði og ýmsu öðru með beinni tilvitnun í þáltill. Við náðum því sérstaklega fram að koma upp háskólanáminu fyrir austan og á Vestfjörðum með beinni tilvitnun í hana. Þar stóð að það skyldi gert. Ég sakna þessa og það er þetta sem ég held að þurfi að vera ef við eigum að geta talað því máli á fjárlögum sem við viljum tala.