Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:44:15 (5238)

2002-02-26 21:44:15# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:44]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi umræða hefur leitt í ljós að bullandi ágreiningur er um þetta stefnuplagg sem hér liggur fyrir og hæstv. ráðherra stendur frammi fyrir því að í þessari umræðu hefur hv. formaður þingflokks Framsfl. komið og gagnrýnt grundvallarstefnuna á bak við plaggið. Hann hefur kvartað undan því að verið sé að gelda og lama Byggðastofnun með aðgerðum sem hæstv. ráðherra stendur fyrir. Þetta gerir sjálfur formaður stjórnar Byggðastofnunar og formaður þingflokks Framsfl.

Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst það ekki mjög björgulegt þegar þetta opinberast með slíkum hætti í þessari umræðu. Mér finnst að hæstv. ráðherra þurfi að útskýra nánar hvort vonir hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar um að iðnn. muni gjörbreyta þessu frv. þannig að hann geti stutt það eigi við einhver rök að styðjast, hvort hæstv. ráðherra telji að svo sé.