Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:53:36 (5246)

2002-02-26 21:53:36# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:53]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þm., auðvitað erum við öll í bullandi samkeppni á þessum vinnustað. Ég er það líka við ákveðna einstaklinga, t.d. starfandi forseta.

En ég hef líka áhyggjur af ákveðnum byggðarlögum og ekki síst Vestfjörðum og eins og ég greindi hér frá átti ég góðan fund með forsvarsmönnum þaðan nýlega þar sem við ræddum þessi mál. Sá fundur var málefnalegur og var a.m.k. mér mikils virði. Ég tek bara undir með hv. þm. að við verðum að róa að því öllum árum að bæta ástandið þar.