Stefna í byggðamálum 2002--2005

Þriðjudaginn 26. febrúar 2002, kl. 21:55:38 (5248)

2002-02-26 21:55:38# 127. lþ. 82.5 fundur 538. mál: #A stefna í byggðamálum 2002--2005# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 127. lþ.

[21:55]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki verið hlynnt því að aflaheimildir verði boðnar upp og ég veit ekki betur en að það sé ekki samstaða um það meðal stjórnarandstöðuflokkanna. En þessi sjónarmið hafa vissulega heyrst og þeir sem hafa talað fyrir fyrningarleið hafa ekki verið búnir að útfæra það mjög vel hvernig eigi svo að fara með þann kvóta sem yrði kallaður inn. Þó að við eigum kannski ekki að vera að fara hér djúpt ofan í sjávarútvegsumræðuna vildi ég segja þetta. En byggðakvótinn hefur aukist og ég held að það sé jákvætt. (Gripið fram í.)