Vísinda- og tækniráð

Fimmtudaginn 28. febrúar 2002, kl. 13:04:14 (5365)

2002-02-28 13:04:14# 127. lþ. 85.2 fundur 539. mál: #A Vísinda- og tækniráð# frv., 549. mál: #A opinber stuðningur við vísindarannsóknir# frv., 553. mál: #A opinber stuðningur við tækniþróun og nýsköpun# frv., KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 127. lþ.

[13:04]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til að lægja öldur óttans í huga mínum og sjá til þess að þar verði lýst inn í öll þessi mál en vil einungis segja að við verðum að vera okkur meðvituð um þessa hluti. Við verðum að sjá til þess að umfjöllun nefndanna verði það yfirgripsmikil að við sjáum vel til botns í þessu máli. Mér finnst í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að alþingismenn hreyfi svona efasemdum þegar til þess er horft að gagnrýni sú sem höfð hefur verið uppi hingað til á það fyrirkomulag sem við þekkjum hefur fyrst og fremst beinst að því litla fjármagni sem ríkjandi stjórnvöld hafa sett í málaflokkinn. Ég tel því ekki að hér sé verið að mála hlutina sterkari litum en eðlilegt getur talist. Og ég er sannfærð um að hv. nefndir Alþingis fara mjög vel ofan í saumana á hlutunum og lýsa með sínu skæra ljósi til botns í þessu máli.