Kosningar til sveitarstjórna

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 11:52:09 (5724)

2002-03-07 11:52:09# 127. lþ. 91.8 fundur 550. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (erlendir ríkisborgarar o.fl.) frv. 27/2002, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 127. lþ.

[11:52]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Áður en lengra er haldið í umræðunni um þetta mjög svo þarfa frv. sem hæstv. félmrh. hefur nú mælt fyrir væri rétt að fá að heyra rökstuðning hæstv. ráðherra fyrir því hvers vegna þetta árabil er valið, þ.e. þriggja ára búseta eða lögheimili þeirra íbúa sem hér eru frá Norðurlöndunum og fimm ára búseta annarra erlendra íbúa sem eiga hér lögheimili. Ég vil heyra röksemdafærsluna eða rökin fyrir því hvers vegna þetta er valið, því að það kemur í ljós í grg. að þetta er ekki í samræmi við það sem er t.d. á öðrum Norðurlöndum.