Tollalög

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 15:18:09 (5757)

2002-03-07 15:18:09# 127. lþ. 92.5 fundur 576. mál: #A tollalög# (tollar á grænmeti) frv. 46/2002, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 127. lþ.

[15:18]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Loksins þekki ég í dag hv. þm. Gísla Einarsson. Það mætti eiginlega halda að árshátíð Samfylkingarinnar hefði verið í gær því tveir þeir skapvondu tókust á við mig í dag og svo sé ég að ég hef ekki skilið fyrri ræðu hv. þm. Gísla Einarssonar, en mér þykir miður hafi ég móðgað þennan ágæta vin minn. Hann segir að ég hafi gert það mér að leik að afbaka ræðu hans. (Gripið fram í.) Ég vil biðja hann afsökunar á því því það vil ég sannarlega ekki gera. Ég hef átt gott samstarf við hann. Hins vegar held ég að það sé best að láta öðrum eftir að lýsa hver munur er á mér og hæstv. utanrrh. Halldóri Ásgrímssyni. (Gripið fram í: Varðandi ESB?) (Gripið fram í.) Það verður hver að túlka fyrir sig, en ég held það sé best að vera ekkert að túlka það hér í ræðustólnum.

Ég held ég standi ekki meira í þessu. Mörg önnur mál eru á dagskrá. Ég þakka fyrir þessa umræðu.