Landgræðsla

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 16:25:16 (5771)

2002-03-07 16:25:16# 127. lþ. 92.6 fundur 584. mál: #A landgræðsla# (heildarlög) frv., KÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 127. lþ.

[16:25]

Kjartan Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þær rannsóknir sem hv. þm. nefnir vil ég geta þess að í þeim breiðum þar sem lúpína hefur numið land er sennilega hvergi betra að planta m.a. skógi. Þar sem menn planta trjám --- það þekkir hæstv. landbrh. --- verður skógur. Við væntum að svo verði. (KolH: Við viljum líka velja hvað við viljum fá.)