Landgræðsla

Fimmtudaginn 07. mars 2002, kl. 17:36:42 (5784)

2002-03-07 17:36:42# 127. lþ. 92.6 fundur 584. mál: #A landgræðsla# (heildarlög) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 127. lþ.

[17:36]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil segja hvað fagráð varðar að Landgræðslan bjó við fagráð fyrir nokkrum árum. Það voru ágætir einstaklingar sem sjálfsagt hafa lagt mikið á sig, ég efast ekki um af góðum vilja og lögðu margt gott til. En um leið og ég segi að slíkt fyrirtæki þurfi ekki að búa við stjórn heldur þann aga sem kerfið og þingið gefur tilefni til, þá eigum við margar og frábærar stofnanir á þeim sviðum sem eru að marka stefnu, Náttúrufræðistofnun og fleiri og fleiri, þannig að mér finnst að við séum vel sett í samfélaginu og eigum frekar að byggja á ábyrgð þeirra fyrirtækja sem Alþingi hefur í mörgum tilfellum á þessum sviðum sett á stofn, en fara að búa til yfirfrakka yfir frakka.