Staða jafnréttismála, munnleg skýrsla félagsmálaráðherra

Föstudaginn 08. mars 2002, kl. 10:32:25 (5802)

2002-03-08 10:32:25# 127. lþ. 93.5 fundur 383#B staða jafnréttismála, munnleg skýrsla félagsmálaráðherra# (munnl. skýrsla), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 127. lþ.

[10:32]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Það er samkomulag milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar, sbr. 72. gr. þingskapa. Umferðir verða þrjár, 7 mínútur í hinni fyrstu en 4 mínútur í annarri og þriðju umferð. Ráðherra hefur þó fyrir hönd síns þingflokks 10 mínútur til framsögu. Gera má ráð fyrir að umræðan standi í rúma klukkustund.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Framsfl., Samfylkingin, Sjálfstfl., Vinstri hreyfingin -- grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn.