Fjárreiður ríkisins

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 17:10:51 (5911)

2002-03-11 17:10:51# 127. lþ. 94.6 fundur 581. mál: #A fjárreiður ríkisins# (Fjársýsla) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[17:10]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil draga sterklega inn í umræðuna þetta með nýyrðasmíðina á Alþingi í lagafrv. sem hér eru lögð fram. Ég tel að almennt þurfi þar að bæta vinnulag varðandi nýyrðasmíðina. Við höfum íslenska málnefnd sem ég veit ekki betur en að sé starfandi og væri ekkert óeðlilegt að kæmi að þessu. Þar með er ég ekkert sérstaklega að finna að þessari nýyrðasmíð sem hæstv. fjmrh. er að leggja til þó ég telji þetta orð, fjársýslustjóri, þunglamalegt. En ég vildi nota tækifærið hér og koma þeirri skoðun minni á framfæri að það þurfi skipulagða vinnu og aðkomu Íslenskrar málnefndar eða annarra sem geta komið fram sem samræmingaraðilar og matsaðilar í nýyrðasmíð sem birtist í mörgum lagafrv. sem hérna hafa verið lögð fram.