Líftækniiðnaður

Þriðjudaginn 12. mars 2002, kl. 18:05:19 (6083)

2002-03-12 18:05:19# 127. lþ. 95.14 fundur 548. mál: #A líftækniiðnaður# frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 127. lþ.

[18:05]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og tek undir það að mikilvægt er að fara vel í saumana á þessum málum. En mig langar í andsvari að spyrja hæstv. ráðherra hvort hafi verið mikil brögð að því að einstaklingar og fyrirtæki vilji sækja um leyfi á þessu sviði. Hvernig sér hæstv. ráðherra það þróast? Gæti þar myndast einhvers konar einokunaraðstaða eða hvernig yrði tryggt að vísindamenn hefðu aðgang að slíkum rannsóknum? Er hætt við því að leyfi sem yrðu veitt yrðu takmarkandi að einhverju leyti hvað þetta snertir?