Samgönguáætlun

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 14:06:56 (6234)

2002-03-19 14:06:56# 127. lþ. 99.4 fundur 384. mál: #A samgönguáætlun# frv. 71/2002, Frsm. meiri hluta HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[14:06]

Frsm. meiri hluta samgn. (Hjálmar Árnason):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. meiri hluta samgn. um frv. til laga um samgönguáætlun.

Nefndin fékk á sinn fund fjölmarga gesti og fékk umsagnir frá fjölmörgum aðilum sem vandlega var farið yfir. Skemmst er frá því að segja að nefndarmenn komust að þeirri niðurstöðu, þ.e. meiri hlutinn, að mæla með samþykkt frv. með einni smávægilegri breytingu sem um er getið á þskj. 918.

Undir þessa samþykkt rita hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson, Hjálmar Árnason, Sigríður Ingvarsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Jónas Hallgrímsson. Kristján L. Möller ritar undir nál. með fyrirvara.

Hér er um að ræða, herra forseti, afskaplega merkilegt frv. Eins og fram kemur hjá mörgum umsagnaraðilum á loksins að koma fram samræmd samgönguáætlun. Hér er um það að ræða að taka einstaka þætti í samgöngukerfi landsins og fella undir eina sameiginlega stjórn, annars vegar með 12 ára langtímaáætlun og hins vegar með fjögurra ára áætlun, sem þó skal endurskoðuð á tveggja ára fresti.

Herra forseti. Ég læt þessari framsögu lokið en vísa að öðru leyti til þskj. 918, nál. frá meiri hluta samgn.