Kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 18:31:04 (6282)

2002-03-19 18:31:04# 127. lþ. 99.8 fundur 371. mál: #A kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla# (dreifing ösku, kirkjugarðaráð o.fl.) frv. 32/2002, Frsm. JBjart
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[18:31]

Frsm. allshn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti hv. allshn. um frv. til laga um breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993.

Hv. allshn. fékk fjölmarga gesti á sinn fund vegna þessa máls og eins bárust nokkrar umsagnir.

Með frumvarpinu þessu er í fyrsta lagi lagt til að dreifing ösku látinna manna verði heimiluð samkvæmt nánari reglum ráðherra. Í öðru lagi er lagt til að Kirkjugarðasjóði og skipulagsnefnd kirkjugarðanna verði steypt í eina stjórn, kirkjugarðaráð. Þá eru skyldur sveitarfélaganna í tengslum við nýja kirkjugarða skilgreindar nánar í frumvarpinu og gert er ráð fyrir að ráðherra setji almenna reglugerð um umgengni í kirkjugörðum. Loks eru með frumvarpinu lagðar til smávægilegar breytingar á lögunum.

Nefndin telur rétt að geta þess að fram kom í máli gesta nefndarinnar að engin heilbrigðishætta er fylgjandi dreifingu ösku.

Hv. allshn. leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem þar eru greindar. Undir þetta rita auk frsm. formaður nefndarinnar, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Ásta Möller, Ólafur Örn Haraldsson, Kjartan Ólafsson og Guðjón A. Kristjánsson. Þuríður Backman sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.