Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 17:39:23 (6444)

2002-03-21 17:39:23# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[17:39]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. er nú að reyna að fara í einhvern orðaleik. Ég held að hv. þm. hafi heyrt mig svara þessari spurningu áður þar sem ég lýsti því yfir að ég teldi ekki að takmarkanir sem eru á fjárfestingum í fiskveiðum og frumvinnslu á sjávarafurðum eigi við um fiskeldi. Ég hef ekki heyrt neinn túlka takmarkanir á lögum um fjárfestingu í sjávarútvegi þannig að þær mundu eiga við eða ættu að eiga við um fiskeldi, enda hefur það ekki verið túlkað þannig fram til þessa og mun ekki verða gert að mínu frumkvæði.