Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 17:50:59 (6455)

2002-03-21 17:50:59# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[17:50]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Minnugur þess sem áður hefur gerst í fiskeldi þar sem mikil óhöpp og mikil tjón hafa orðið, þá tel ég kannski að sá þáttur eftirlitsins, hve mikil ábyrgð hvílir á embættismönnum, sé ekki hvað sístur og alvarlegastur í þessu með tilliti til þess að meiri hætta á er þegar tvö ráðuneyti eru í fiskeldismálum, hvort sem það eru vatna- eða sjávarfiskar, þá er verið að leita til sömu aðila varðandi fisksjúkdóma og annað. En ég tel að með því að hafa þetta undir einum hatti, einu ráðuneyti, sjútvrn., þá er einn aðili sem ber ábyrgð á þessu og það verður væntanlega minna um mistök en var á árum áður. Þetta er væntanlega engin smáatvinnugrein, þannig að mér finnst óeðlilegt að eldi vatna- eða sjávarfiska sé á höndum tveggja ráðuneyta.