Eldi nytjastofna sjávar

Fimmtudaginn 21. mars 2002, kl. 19:12:09 (6475)

2002-03-21 19:12:09# 127. lþ. 102.9 fundur 333. mál: #A eldi nytjastofna sjávar# frv. 33/2002, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 127. lþ.

[19:12]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Já, ég heyri það á máli hv. þm. Guðmundar Hallvarðssonar að við höfum kannski áhyggjur af svipuðu ferli, þ.e. að þetta verði ekki tvöfalt og þrefalt heldur allt að því tólffalt, eins og hann nefndi. En ég hefði talið að rétt væri að vinna þetta mál betur og fara betur yfir það og reyna að koma á einhverjum föstum samstarfsvettvangi sem tæki á því að hafa eftirlit og umsjón með þessum þætti þangað til að mönnum tækist að breyta ráðuneytisskipaninni. Hvenær það verður ætla ég ekki að segja.

En ég óttast að við séum að taka upp tvöfalt kerfi í þessum málum. Og þó að hæstv. ráðherra hafi lýst því yfir áðan að honum tækist vafalaust að byggja aftur upp ódýrt eldi á vegum sjútvrn. þá verður því ekki á móti mælt að það er tvöfalt eftirlit, annars vegar í landbrn. og hins vegar í sjútvrn.