Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Föstudaginn 22. mars 2002, kl. 15:38:01 (6528)

2002-03-22 15:38:01# 127. lþ. 103.3 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 127. lþ.

[15:38]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel mjög mikilvægt að þessi yfirlýsing komi nú frá hæstv. iðnrh. varðandi stöðu málsins. Ég vil draga það sérstaklega fram að ég tel mjög mikilvægt að nú sé hægt að snúa sér að því að leita nýrra samstarfsaðila til þess að styrkja þetta verkefni frekar. Auðvitað að Hydro muni halda áfram að meta stöðu sína og það hvort þeir hafi nógu mikið bolmagn til að koma að þessu verkefni auk þeirra fjárfestinga sem þeir nú hafa lagt í í Þýskalandi. En fyrir Austfirðinga skiptir meginmáli að haldið er áfram af fullum krafti að vinna þetta mál og að búast megi við niðurstöðu fyrr en ella með því að nú er komin heimild til þess að leita nýrra samstarfsaðila.