Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Föstudaginn 22. mars 2002, kl. 15:41:16 (6531)

2002-03-22 15:41:16# 127. lþ. 103.3 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 127. lþ.

[15:41]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Það er deginum ljósara að verið er að slá Noral-verkefnið af. Það er búið að því. Hér er ekki bara verið að fresta tímaáætlun. Það er engin tímaáætlun eftir. Og samstarfið er opnað upp og því í raun og veru slitið í þeim skilningi að Norsk Hydro fellst á að ríkisstjórn Íslands megi leita að nýjum samstarfsaðilum. Næsti fundur í júní, eftir tvo og hálfan mánuð.

Það er óþarft, herra forseti, að eyða meiri tíma í að ræða frv. til laga um virkjun Jökulsár á Brú og við getum snúið okkur að öðrum verkum, m.a. og ekki síst þeim að ræða þegar í stað þær mótvægisaðgerðir sem gripið verði til eystra. Nú þarf að gera áætlun um að hraða samgönguframkvæmdum og grípa til fleiri aðgerða til þess að tryggja að sá fjórðungur verði ekki fyrir áfalli í ljósi þeirrar niðurstöðu sem nú er, hafandi beðið eftir slíku bjargræði og bundið við það óraunhæfar vonir, eins og niðurstaðan sem liggur fyrir nú sýnir að voru.