Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Föstudaginn 22. mars 2002, kl. 15:43:26 (6533)

2002-03-22 15:43:26# 127. lþ. 103.3 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 127. lþ.

[15:43]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Það get ég endurtekið. Auðvitað hefðu menn lifað með slíkum framkvæmdum þó að þær hefðu orðið. Ég hef held ég aldrei haldið því fram né nokkur maður að menn tækju upp á því að deyja í stórum stíl, falla eins og mýflugur þó að farið yrði í umræddar framkvæmdir.

En það er líka hægt að lifa án þeirra og það er það verkefni sem snýr að okkur núna. Og menn hefðu fyrr mátt gera ráð fyrir þeim möguleika að sú yrði niðurstaðan.

Þess vegna fagna ég þeim orðum iðn.- og viðskrh. að ríkisstjórnin sé tilbúin til þess að fara núna í að skoða aðgerðir eystra, hraða samgönguframkvæmdum og öðru slíku.

Nei, ekki er verið að slá Noral-verkefnið af. Það er nefnilega það. Það á að funda í júní. En það er samt heimilt að leita að nýjum aðila, bjóða nýjum aðila upp í dansinn. Og hvað gæti það þýtt? Búið er að tala við Norsk Hydro í fimm ár og niðurstaðan, uppskeran liggur fyrir. Hún liggur fyrir í þessari yfirlýsingu og einhverjum 3, 4 milljörðum austur á landi í rannsóknum og undirbúningi undir verkefni sem nú er úti í vindinum.

Hver segir að næsta lota taki ekki fimm ár líka?