Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Föstudaginn 22. mars 2002, kl. 15:47:36 (6537)

2002-03-22 15:47:36# 127. lþ. 103.3 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 127. lþ.

[15:47]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Ég vil byrja á því að taka undir með hæstv. iðnrh. Vissulega hljóta að vera mikil vonbrigði með Norsk Hydro. Því er ekki að neita að það lá áður fyrir yfirlýsing frá Norsk Hydro um að fjárfestingar þeirra í hinu þýska fyrirtæki mundu ekki hafa áhrif á verkefni þeirra hér á landi. Nú kemur því miður í ljós að þær fjárfestingar hafa áhrif. Að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði vegna þess að þar hefur verið gott samstarf og miklum tíma verið eytt í það.

Hins vegar er auðvitað jafnljóst að nú bíður hæstv. iðnrh. og samstarfsmanna hæstv. ráðherra að vinna að þessu verkefni á þessu nótum. Auðvitað hljótum við að vona að þetta nái í gegn sem allra fyrst.

Það eru vonbrigði að hér skuli ekki vera nánari tímasetningar eins og vissulega hefði verið þörf fyrir. Við vissum að það yrði fundur í júní en sú breyting sem hér verður kallar auðvitað á að sá fundur verði allt öðruvísi en ætlað var.