Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 20:55:34 (6624)

2002-03-25 20:55:34# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, KÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[20:55]

Kjartan Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir orð hans. Ég er sammála því að það er ekki mikið sem ber á milli, þó það að við þurfum að huga að því að gæðakerfi í atvinnulífinu hvarvetna byggir á því að framleiða þá vöru og þá þjónustu sem neytandinn óskar eftir. Ég er einmitt að leggja áherslu á þann þátt í málinu.

Það er svo auðvitað heilbrigðisyfirvalda að fylgjast með hvaða áburður er notaður og hversu mikið af lyfjum o.s.frv. Það eru þær stofnanir landbúnaðarins og þjóðfélagsins sem fylgjast með því að þar sé ekkert óhóf á. Við erum svo heppin með okkar íslenska landbúnað að við notum tiltölulega lítið af slíku.