Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 21:35:52 (6635)

2002-03-25 21:35:52# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[21:35]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fyrst hvað um 7.500 ærgildin? Í Suðurkjördæmi hinu nýja eru mikil sauðfjárræktarsvæði. Við getum nefnt Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu. Við getum nefnt einstök svæði eins og Heklubæina á Rangárvöllum ef við förum út í slíkt. En fyrst og fremst verður þetta að vera almenn aðgerð sem miðar að þeim viðhorfum sem kynnt voru.

Hv. þm. nefndi skilvirkni og hagræðingu. En hagræðingin í mjólkurframleiðslunni er gerð á kostnað þeirrar kynslóðar sem ætlar að lifa af landbúnaðinum. Hún er að skuldsetja sig til að kaupa aðra út dýrum dómum þannig að þetta kallar líka á sín vandamál þó að margt hafi gengið vel í mjólkinni. Þess vegna hef ég töluverðar áhyggjur af þeirri umræðu þegar menn verða farnir að selja ríkisstuðninginn í sauðfénu dýrum dómum og þá kemur auðvitað að umræðum frá þinginu: Nú er sauðfjárbúunum að fækka.