Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 21:38:33 (6638)

2002-03-25 21:38:33# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[21:38]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir áhyggjur hæstv. landbrh. af framsalsréttinum og framsali á kvóta og ég tel einmitt að mjólkurframleiðslan sé þar á hættulegri braut. Þar er þó innanlandsmarkaður fyrir hendi. En í sauðfjárræktinni er hann ekki fyrir hendi þannig að þar er verið að framselja beingreiðslur ríkisins til framleiðslu á vörum sem verður síðan að greiða með miklar upphæðir. Hyggst ráðherra beita áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir að framsal á sauðfjárkvóta verði raunin, þ.e. að afurðastöðvar eða kaupfélög eða samtök vítt og breitt um landið, á einstökum stöðum á landinu, kaupi upp framleiðsluréttinn í sauðfjárræktinni án tillits til þess hvort það sé hagkvæmast að hún sé þar staðsett eða ekki? Ég sé þessa hættu fyrir og spyr hvort ráðherra hyggist beita sér gegn henni.