Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 25. mars 2002, kl. 21:46:27 (6645)

2002-03-25 21:46:27# 127. lþ. 104.4 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 127. lþ.

[21:46]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég veit ekki hvort hv. þm. þekkir samninginn. Ég efast reyndar stórlega um það. En eitt er víst og það er að bændurnir fóru mjög vel yfir alla þætti samningsins á þeim fundum sem ég var á, og ég fór á marga fundi og tók þátt í að kynna samninginn þannig að ég get vottað að allar hliðar hans voru kynntar á þeim fundum.

Sjálfsagt er það hárrétt hjá hv. þm. að einhver hluti bænda svaf heima og sótti ekki fundina og einhver hluti þeirra hefur sett sig gegn mörgum atriðum í samningnum þótt það sé á alls konar misjöfnum forsendum. En þetta ber bændunum að fara yfir með sínu fólki. Ég er tilbúinn að sækja þá fundi og hef gert það til að fara enn betur yfir málið.

En fyrst og fremst, hæstv. forseti, treysti ég landbn. til að vinna þetta mál faglega miðað við stöðu þess og með þeim aðilum sem þennan samning gerðu.