Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Miðvikudaginn 03. apríl 2002, kl. 14:18:15 (6817)

2002-04-03 14:18:15# 127. lþ. 106.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 127. lþ.

[14:18]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Það þarf út af fyrir sig ekki að fara mörgum orðum um þetta svar hæstv. ráðherra og er ekki annað að gera en að fagna því. Ég lít svo á að þetta svar hafi verið afdráttarlaust. Eins og hæstv. ráðherra sagði er þetta raunverulega ekki í fyrsta skipti sem hún er gefin en að gefnu tilefni þótti mér ástæða til þess að óska eftir þessari yfirlýsingu hér enn einu sinni.

Með þessari yfirlýsingu er tryggt að þegar virkjað verður við Kárahnjúka fari orkan í uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi vegna þess að stuðningurinn við þetta frv. er þar af leiðandi klár. Ríkisstjórnarflokkarnir --- og ég treysti því að hæstv. ráðherra sé að tala fyrir munn ríkisstjórnarflokkanna --- segja að þetta sé þeirra vilji. Ég get fullyrt, herra forseti, að sá vilji er einnig hjá Samfylkingunni. Þannig tel ég tryggt að þó að skipt verði um ríkisstjórn innan skamms muni sömu viðhorf verða þar ríkjandi.