Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Miðvikudaginn 03. apríl 2002, kl. 14:19:24 (6818)

2002-04-03 14:19:24# 127. lþ. 106.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, Frsm. meiri hluta HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur, 127. lþ.

[14:19]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Hjálmar Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég get um margt tekið undir það sem fram kom í ræðu hv. ræðumanns, Einars Más Sigurðarsonar.

En mig langar til að beina til hans einni spurningu. Hann reifaði ágætlega hvernig samsetning starfa vegna álverksmiðju gæti orðið á Austurlandi. Nú kom fram í ræðu við upphaf þessarar löngu umræðu, frá öðrum þingmanni Austfirðinga, hv. þm. Þuríði Backman, að ein röksemd hennar fyrir andstöðu við álversframkvæmdir á Austurlandi væri m.a. sú að ekki sé nægjanlegur mannskapur til staðar til að sinna öllum þeim mörgu störfum sem yrðu til við uppbyggingu álversstarfsemi á Austfjörðum.

Mig langar til að heyra hv. þm. Einar Má Sigurðarson bregðast einnig við þessu, þar sem hann er þingmaður Austurlands eins og hv. þm. Þuríður Backman.