Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:00:47 (6893)

2002-04-04 11:00:47# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, HjÁ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:00]

Hjálmar Árnason (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það frv. sem hér er til umræðu var afgreitt út úr hv. iðnn. Átta nefndarmanna samþykktu og ákváðu að styðja það. Einn var á móti því. Rökin fyrir því að átta nefndarmanna iðnn. vildu styðja það voru í fyrsta lagi þau að hér er um að ræða verkefni sem getur skilað gífurlega mikilli arðsemi til eigenda síns, Landsvirkjunar. Hér er verkefni sem kann að leiða til þess að útflutningsverðmæti þjóðarinnar aukist um 14%. Hér er um að ræða verkefni sem mun hafa afskaplega jákvæð byggðaáhrif, ekki síst á Austurlandi. Hér er um að ræða verkefni sem getur aukið þjóðarframleiðslu varanlega um allt að 1%. Hér er verkefni sem mun geta lagt grunninn að mikilli hagsæld, lagt grunninn að áframhaldandi uppbyggingu hins íslenska velferðarkerfis.

Frv. felur í sér heimild Alþingis til þess að ráðherra gefi út virkjunarleyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta er metnaðarfullt frv. og þess vegna segi ég já.