Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:15:37 (6907)

2002-04-04 11:15:37# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:15]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Þetta frv. sem við ræðum hér og ætlum vonandi að samþykkja, er ákveðinn þáttur í módeli um virkjun á Austurlandi. Módelið felst í því að rannsóknir hafa verið stundaðar, umhverfismat er fengið, fjármögnun og framkvæmdir hafa verið skipulagðar og hér er verið að veita heimild til þessara framkvæmda. Þá er módelið fullkomið. Þetta módel er nauðsynlegt og það er óháð fjárfestum.

Ég vil benda á að þjóðin lifir á mannauði og auðlindum og það er mjög nauðsynlegt að við nýtum til fullnustu auðlindir okkar til lands og sjávar, þar á meðal orkuna. Ég greiði þessu frv. atkvæði mitt.