Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:18:36 (6910)

2002-04-04 11:18:36# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:18]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Með þessu frv. er verið að heimila þá virkjun sem hefur fengið falleinkunn vegna óafturkræfra og mikilla náttúruspjalla á hálendi landsins. Virkjunarframkvæmdirnar eru í raun sérsmíðaðar að þörfum álvers Norsk Hydro á Reyðarfirði en það hefur nú fallið frá framkvæmdum, a.m.k. í bili.

Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal ásamt stækkun Kröflu er opið leyfi fyrir Landsvirkjun til 10 ára til að nýta orkuna til hvaða orkufreks iðnaðar sem er og til fellur á þessu tímabili. Það er ekkert í frv. sem skilyrðir orkunýtinguna við Austurland. Því segi ég nei, herra forseti.

Að lokum, að segja að hvít lygi hafi verið viðhöfð er ekki dylgjur af hálfu Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs.