Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:21:22 (6913)

2002-04-04 11:21:22# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:21]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil taka skýrt fram að hér er um mjög umhverfisvæna aðgerð að ræða, að virkja fallvötnin okkar, og við eigum að gera það. Ég vil líka taka skýrt fram að hér er um mjög arðsama framkvæmd að ræða. Það hefur alls staðar komið fram. Ég vil enn fremur taka skýrt fram að hér er um mjög byggðavæna aðgerð að ræða. Það hefur líka komið mjög skýrt fram og, hæstv. forseti, ég vil loks taka skýrt fram að hér er um mjög þjóðhagslega og nauðsynlega aðgerð að ræða. Við eigum að greiða þessu atkvæði okkar og það mun ég gera, hæstv. forseti.