Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 11:23:54 (6915)

2002-04-04 11:23:54# 127. lþ. 109.1 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 127. lþ.

[11:23]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þótt það gerist ekki oft greiði ég atkvæði gegn því að vísa þessu máli til 3. umr. Í fyrsta lagi er ég algerlega andvígur því og ég tel að málsmeðferðin í þinginu sé svo ámælisverð að það væri skárri kostur að láta hér staðar numið. Síðan leyfi ég mér, herra forseti, að nota þetta tækifæri til að vekja athygli á því að efnisgreinar frv. voru áðan samþykktar, í öðru tilvikinu með 42 og hinu 43 atkv. Hæstv. iðn.- og viðskrh. lofaði 55 atkvæða stuðningi við málið svo seint sem í gærkvöldi og hefur heldur (Iðnrh.: Má ég aðeins ...) farið illa um málið í nóttinni ef þessi þróun hefur orðið síðan þá, herra forseti. (KLM: Hvað eru margir á móti?) (Iðnrh.: Já, hvað eru margir á móti?)