Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Fimmtudaginn 04. apríl 2002, kl. 14:19:21 (6945)

2002-04-04 14:19:21# 127. lþ. 110.2 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, SJS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 127. lþ.

[14:19]

Steingrímur J. Sigfússon (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér þykir þetta svolítið óvenjuleg fundarstjórn. Ég hélt að venjan væri að gefa framsögumönnum nefndarálita sjálfkrafa orðið og þá í þeirri röð sem nál. hafa borist eða meiri hlutar eða minni hlutar raðast eftir þingskjalanúmerum. Þess vegna taldi ég nú að forseti væri ekki að standa alveg rétt að fundarstjórninni með því að ætla að fara að slíta umræðunni af því að menn hefðu ekki beðið um orðið. Þar fyrir utan höfðu nú einir tveir eða þrír menn barið í borðið. Ég held því að forseti þurfi aðeins að endurskoða þetta. Flas er ekki til fagnaðar, herra forseti, segir gamalt máltæki og þó svo kunni að vera að forseta eða jafnvel einhverjum fleirum væri það kærast að þessari umræðu lyki sem fyrst og sennilega að hún hefði aldrei farið fram þá verður nú að standa nokkurn veginn rétt að fundarstjórn og virða þingsköp, herra forseti.