Kosningar til sveitarstjórna

Föstudaginn 05. apríl 2002, kl. 13:33:41 (6998)

2002-04-05 13:33:41# 127. lþ. 111.1 fundur 550. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (erlendir ríkisborgarar o.fl.) frv. 27/2002, HBl (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 127. lþ.

[13:33]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég er andvígur því að erlendir menn, þótt norrænir séu, fái atkvæðisrétt hér á landi frá fyrsta degi sem þeir hafa hér lögheimili. Ég tel nauðsynlegt að menn sem hafa atkvæðisrétt og vilja neyta hans þekki til í því landi þar sem þeir búa, og þess vegna álít ég að nokkur umþóttunartími sé nauðsynlegur áður en til slíks kemur.

Á hinn bóginn vil ég minna á að á þremur Norðurlöndum hefur þetta gengið svo langt að þessi atkvæðisréttur og þessi jafnstaða nær til allra ríkja Evrópusambandsins og má vera að hv. 3. þm. Norðurl. e. hafi haft það í huga.