Kosningar til sveitarstjórna

Föstudaginn 05. apríl 2002, kl. 13:35:09 (6999)

2002-04-05 13:35:09# 127. lþ. 111.1 fundur 550. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (erlendir ríkisborgarar o.fl.) frv. 27/2002, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 127. lþ.

[13:35]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Enn gefst þingmönnum færi á því að styðja það að sömu reglur gildi um kjörgengi alls staðar á Norðurlöndunum, þ.e. fyrir norræna íbúa. Við leggjum hér til breytingu á þessu frv. þar sem danskir, norskir, sænskir og finnskir ríkisborgarar eigi sama rétt hér á landi eins og þeir eiga á Norðurlöndunum og við líka. Auðvitað á að gilda það sama. Ég minni á að það hefur verið sérstakt baráttumál Norðurlandaráðs að koma þessu á. Og við tökum þátt í því.

Sömuleiðis leggjum við til að þeir útlendingar aðrir sem hafa dvalið hér í þrjú ár eigi rétt á að kjósa í sveitarstjórnir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að þeir fái að hafa áhrif á sveitarstjórnir sínar, þeir sem hafa búið hér. Ég hvet hv. þingmenn til að styðja þessa brtt.