Kosningar til sveitarstjórna

Föstudaginn 05. apríl 2002, kl. 13:39:08 (7002)

2002-04-05 13:39:08# 127. lþ. 111.1 fundur 550. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (erlendir ríkisborgarar o.fl.) frv. 27/2002, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 127. lþ.

[13:39]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. 1. gr. þessa frv. er til bóta frá því fráleita ástandi sem hér hefur ríkt hingað til, að aðrir en norrænir ríkisborgarar hafa alls ekki notið þess réttar að geta kosið til sveitarstjórna fyrr en þeir öðluðust hér ríkisfang. Vissulega er því þetta frv. til bóta frá því ástandi að gerður hefur verið mjög mikill greinarmunur á mönnum eftir ríkisfangi. Það er dálítið merkilegt að heyra menn flytja hér atkvæðaskýringar og lýsa sig í orði kveðnu andvíga því að gerður sé mismunur á mönnum eftir ríkisfangi eða þjóðerni en greiða svo atkvæði í þá átt að vilja ekki draga úr þeim mismun. Það er það sem mönnum hefur verið boðið upp á hér, og gerir upp að vissu marki með 1. gr. frv.

Herra forseti. Það er eins og 62 þingmenn haldi að þeir eigi þessa einu mínútu sem ég hef hér til að gera grein fyrir atkvæði mínu en ekki ég.

(Forseti (ÍGP): Þeirri mínútu er nú lokið, þessari einu mínútu hv. þm. er því miður lokið.)

Já, enda er naumt skammtað á 63 menn.