Kosningar til sveitarstjórna

Föstudaginn 05. apríl 2002, kl. 13:41:32 (7003)

2002-04-05 13:41:32# 127. lþ. 111.1 fundur 550. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (erlendir ríkisborgarar o.fl.) frv. 27/2002, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 127. lþ.

[13:41]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um ákvæði til bráðabirgða þar sem sveitarstjórnum er heimilað að hafa til reynslu rafræna kjörstaði og færa rafræna kjörskrá.

Við umfjöllun um þetta mál vakti athygli að hvergi er gert ráð fyrir því að rafrænn kjörstaður sé haldinn fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar eða í sveitarstjórnarkosningum almennt. Við mótmælum því, við viljum horfa til framtíðar. Rafræn kosning hefur gefist vel hingað til, jafnvel við undirbúning fyrir þessar kosningar í prófkjörum, m.a. hjá Sjálfstfl. sem hefur beitt sér einna harðast gegn þessum heimildum. En ég hvet hv. þm. sem þegar hafa lýst sig sammála þessu ákvæði að greiða atkvæði með því vegna þess að annars erum við aftur í fornöld varðandi kosningar.