Kosningar til sveitarstjórna

Föstudaginn 05. apríl 2002, kl. 13:43:28 (7005)

2002-04-05 13:43:28# 127. lþ. 111.1 fundur 550. mál: #A kosningar til sveitarstjórna# (erlendir ríkisborgarar o.fl.) frv. 27/2002, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur, 127. lþ.

[13:43]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hæstv. félmrh. upplýsti við 1. umr. þessa máls að ástæða þess að ekki var hægt að taka inn í stjfrv. ákvæði um rafræna kosningu og rafræna kjörskrá væri andstaða Sjálfstfl. Með leyfi, sagði hæstv. ráðherra í ræðu sinni:

,,Sjálfstfl. ályktaði á landsfundi sínum einhverra hluta vegna gegn rafrænum kosningum og þess vegna eru ekki rafrænar kosningar inni í frv. vegna þess að Sjálfstfl. hefur það á prógrammi sínu að vera á móti rafrænum kosningum. Ég er hins vegar nokkuð undrandi á þeirri afstöðu,`` --- sagði hæstv. félmrh. Það er ég einnig. Ég tel alveg sjálfsagt að samþykkja þessa tillögu. Og það er merkilegt að hér skuli koma upp fulltrúi forneskjunnar og vera á móti því að hagnýta nýjustu tækni, rafræna tækni í þessum efnum. Sami maður hefur þá væntanlega líka verið á móti krítarkortum á sínum tíma en það var ég ekki eins og kunnugt er.