Flokkun og mat á gærum og ull

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 11:15:51 (7057)

2002-04-08 11:15:51# 127. lþ. 114.20 fundur 293. mál: #A flokkun og mat á gærum og ull# (ullarmat) frv. 48/2002, SJóh
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[11:15]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Hér er í sjálfu sér um að ræða afar einfalt mál. Stefnt er að því að leggja niður starf eftirlitsmanns með ullarmati sem starfar á grundvelli laga frá 1990, um flokkun og mat á gærum og ull. Í staðinn er gert ráð fyrir að unnt sé að skylda afurðastöðvar og lögaðila, þar með taldar sútunarverksmiðjur, til að hafa á sinn kostnað í þjónustu sinni löggilta matsmenn til að annast mat á ull samkvæmt lögunum og sjá þeim fyrir aðstöðu við matið.

Að mínu mati var farið ákaflega vel yfir þetta mál í hv. landbn. og það var sannfæring mín, eftir þá yfirferð, að með þessu væri ekki dregið úr kröfum, að áfram yrði tryggt að þetta mat færi fram og að það mundu annast löggiltir matsmenn.

Ég skrifa því undir nál. þar sem mælt er með samþykkt þessa frv. Ég skrifaði undir það án fyrirvara og það gerði einnig hinn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, hv. þm. Karl V. Matthíasson.