Flokkun og mat á gærum og ull

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 11:36:06 (7068)

2002-04-08 11:36:06# 127. lþ. 114.20 fundur 293. mál: #A flokkun og mat á gærum og ull# (ullarmat) frv. 48/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[11:36]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi árétta að ef verið er að fella niður opinberan samræmingaraðila í ullarmati, eins og hér er verið að leggja til, hefðu jafnframt átt að fylgja tilmæli eða kveða á um að einhver önnur samræming væri tryggð, sérstaklega á meðan við erum með þessi lög sem kveða á um mikil opinber afskipti af meðferð, flokkun og mati á ull og gærum. (Gripið fram í.) Nei, ég tek undir það með hv. þm., að um það er í sjálfu sér enginn ágreiningur.

Við getum bara velt því fyrir okkur hversu mikilvægt það er að taka þetta sérstaklega út úr þessum lagabálki. Það er eiginlega það sem ég er fyrst og fremst hér að vekja athygli á. (Gripið fram í: Minnka báknið.)