Tollalög

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 11:57:06 (7079)

2002-04-08 11:57:06# 127. lþ. 114.21 fundur 576. mál: #A tollalög# (tollar á grænmeti) frv. 46/2002, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[11:57]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara benda á að þessar tollalækkanir sem hér er verið að leggja til, og eru í sjálfu sér fagnaðarefni, eru samt hluti af því heildarsamkomulagi sem þarna var lagt til gagnvart grænmetisframleiðslunni hér á landi og markaðssetningu hennar. Þetta frv. sem við erum hérna með var hluti af þeim heildarpakka. Þó það snúi ekki beint að bændum er það hluti af þeim heildarpakka sem stjórnvöld voru að taka á, annars vegar gagnvart verðmyndun og verði á grænmeti og hins vegar líka samkeppnishæfni framleiðenda. Ég vil því benda hv. þm. Drífu Hjartardóttur á að þetta var hluti af þeim sameiginlega pakka sem stjórnvöld voru að takast á um, en hefur núna allt aðra stöðu samkvæmt fréttum en a.m.k. ég og ábyggilega flestir væntum eða gerðum okkur grein fyrir.