Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:46:04 (7134)

2002-04-08 15:46:04# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:46]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Hv. þm. Samfylkingarinnar hafa þegar við 2. umr. lýst afstöðu sinni til þessa máls en meiri hluti þingflokksins styður það. Við gerum það í trausti þess að áætlanir um arðsemi framkvæmdarinnar standist, að land norðan Vatnajökuls verði verndað í kjölfar virkjana með þjóðgarði og að tryggt sé að þjóðhagsleg áhrif framkvæmdarinnar séu jákvæð þegar og ef út í hana verður farið.

Þeir hv. þm. Samfylkingarinnar sem hafa lýst yfir andstöðu við framkvæmdina gera það vegna umhverfissjónarmiða og við virðum að sjálfsögðu afstöðu þeirra. Að öðru leyti greiðir þingflokkur Samfylkingarinnar atkvæði með frv., og ég segi já.