Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal

Mánudaginn 08. apríl 2002, kl. 15:50:28 (7138)

2002-04-08 15:50:28# 127. lþ. 114.6 fundur 503. mál: #A virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal# frv. 38/2002, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 127. lþ.

[15:50]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hvort heimila skuli ein mestu óafturkræfu umhverfisspjöll af manna völdum á Íslandi. Með ákvörðun sem við tækjum hér, ef þetta verður samþykkt, göngum við á auðlindir framtíðarinnar, við erum að ganga á rétt barna okkar og ófæddra komandi kynslóða. Við höfum engan rétt til þess.

Þess ber og að geta að hvert ársstarf sem verður til með fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun og tilheyrandi álverksmiðju er talið að kosti um 400 millj. kr. meðan kostnaður við meðalársstarf á Íslandi er nú í kringum 10 millj. kr. Það sér hver heilvita maður, eða ætti að sjá, að þetta er kolröng forgangsröðun í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar. Ég bið þess að við nýtum aldrei þetta virkjunarleyfi en verjum áherslum okkar, styrk og krafti til uppbyggingar atvinnulífs í takt við umhverfi landsins, í takt við vilja um bjarta framtíð fyrir íslenska þjóð. Ég segi nei.