Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 09. apríl 2002, kl. 10:31:10 (7234)

2002-04-09 10:31:10# 127. lþ. 115.92 fundur 489#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[10:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Um kl. 4 í dag fer fram umræða utan dagskrár um aukin vanskil og fjölgun fjárnáma í landinu. Málshefjandi er hv. þm. Karl V. Matthíasson en hæstv. viðskrh. Valgerður Sverrisdóttir verður til andsvara.

Um fundahaldið í dag er þess að geta að hádegishlé verður milli hálfeitt og hálftvö. Eins má vænta þess að þingfundur standi fram eftir kvöldi.