2002-04-09 20:40:21# 127. lþ. 115.19 fundur 683. mál: #A samningur um að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum# þál. 12/127, utanrrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 127. lþ.

[20:40]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Hér er líka um að ræða mál sem hefur komið fyrir Alþingi því að hæstv. dómsmrh. hefur lagt fram frv. um breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga sem taka mið af þeim samningi sem hér um ræðir og bókunum sem fylgja honum. Samgrn. hefur staðfest aðild Íslands að þessum samningum og bókunum en ég tel ekki nauðsynlegt að fara mjög ítarlega yfir þetta mál. Það tengist samstöðu okkar gegn hryðjuverkum í heiminum. Um það er mikil samstaða, og það er nauðsynlegt að Ísland gerist aðili að þeim samningum. Við höfum skuldbundið okkur til þess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að standa að slíkum málum en þetta tengist einkum því að koma í veg fyrir ólögmætar aðgerðir gegn öryggi í siglingum á sjó. Skal hvert aðildarríkja leggja refsingu við þeim afbrotum sem fjallað er um í þessum samningi.

Ég legg til að lokinni þessari umræðu, herra forseti, að þessu máli verði vísað til hv. utanrmn.