Þjóðhagsstofnun o.fl.

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 15:56:53 (7459)

2002-04-10 15:56:53# 127. lþ. 117.5 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 127. lþ.

[15:56]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. sagði að við í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði hefðum mikla ást á stofnunum. En svo mikla ást má hæstv. fjmrh. ekki hafa sjálfur á þeirri stofnun sem hann veitir forstöðu að hann vilji færa alla vinnslu á efnahagsupplýsingum undir hana því að um það snýst þetta mál. Við höfum af því áhyggjur að ekki sé nægjanlegt mótvægi gagnvart þessari vinnslu. Þess vegna höfum við viljað efla Þjóðhagsstofnun og færa hana undir forsjá Alþingis. Mikilvægi þess að hafa fjölbreytileika á þessu sviði í þjóðfélaginu hefur einnig komið fram hjá verkalýðshreyfingunni. Þar hefur verið rætt um að búa til sérstaka rannsóknar- og efnahagsstofnun á hennar vegum.

Hins vegar snýr hæstv. ríkisstjórn sér til hluta verkalýðshreyfingarinnar og í véfréttastíl er um þau mál rætt. Að sjálfsögðu munu menn fara nánar í saumana á því síðar en hitt vil ég gagnrýna að meiri einokun verði á þessu sviði en verið hefur.