Þjóðhagsstofnun o.fl.

Fimmtudaginn 18. apríl 2002, kl. 21:00:05 (7818)

2002-04-18 21:00:05# 127. lþ. 122.1 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur, 127. lþ.

[21:00]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég hlýt að láta í ljósi ánægju mína yfir því að hér skuli vitnað í Hávamál sem ég tel öðrum ljóðum gleggra og betra, og hef reynt þessi ár sem ég hef lifað að fara eftir þeim. Þó vefst sumt í þeim svolítið fyrir mér, eins og þessi góða ráðlegging:

  • Ósnotur maður
  • er með aldir kemur,
  • það er bast að hann þegi.
  • Engi það veit
  • að hann ekki kann
  • nema hann mæli til margt.
  • Má raunar segja að þessi ráðlegging sé öðrum betri í þessu ágæta kvæði. Oft hefur maður velt fyrir sér hvers vegna menn fari ekki eftir þessu, fleiri en raun ber vitni. Þá kemur líka í ljós að einhver góður húmoristi sem verið hefur uppi á þessum tíma kaus að slengja þremur litlum ljóðlínum þarna aftan við sem hljóða svo:

  • Veit-a maður,
  • hinn er vætki veit,
  • þótt hann mæli til margt.
  • Niðurstaðan verður sú að þeim sem kann ekki fótum sínum forráð og blaðrar of mikið er ekki hægt að kenna að þegja.